Færsluflokkur: Íþróttir

Það er ljóst að rekstraröryggi skíðasvæða í heiminum er tryggt með snjóframleiðslu.

Í Austurrík og þeim löndum sem bjóða upp á ferðamennsku fyrir skíðafólk og skíðabrekkur af bestu gerð verður það ekki gert nema með öruggum snjóalögum og er það tryggt með snjóframleiðslu. Undanfarin ár hefur verið hægt að skíða frá 37 dögum upp í 60 daga í Bláfjöllum en botnin tók úr í fyrra þegar aðeins var opið í 5 daga. Þessa daga kom mikill fjöldi fólks í fjallið til að njóta útiveru með vinum og fjölskyldum. Þegar mest er í Bláfjöllum á góðum skíðadegi með nóg að snjó og sól í heiði eru allt upp í 15.000 manns í fjöllunum. Á meðal degi er meðalfjöldi um 2000 upp í 3500 manns. Ekkert annað fjölskyldusport hefur slíkt aðdráttarafl. Ef snjóframleiðsla væri til staðar væri almenningur á stór Reykjarvíkursvæðinu að komast að meðaltali 80 til 90 daga í fjöllin og rekstrargrunnur yrði öruggur til lengri tíma. Erlendis eru strætó sem fara á skíðasvæðin á 10 til 15 mín fresti frá því snemma og fram til 10 og síðan aftur frá kl 15.00 að deginum til kl 18.00. Með þessu mót væri komið til móts við efasemdarmenn um aukna bílaumferð því að fólk myndi nota sér þennan möguleika meira. Í dag er bara hægt að fara með rútu sem fer frá einum stað einu sinni og aftur í bæin þegar svæðið lokar.Þeir sem eru að móti því að snjóframleiðsla verði sett upp í Bláfjöllum ættu að kynna sér þetta af eigin raun og koma þessu upp fyrir næsta vetur.

Það best í þessu er að ef eitthvað er vistvænt þá er það að framleiða tilbúinn snjó þetta er vatn sem fer bara í hringi í fjallinu .

Guðmundur Jakobsson skíðaáhugamaður til allmargra ára.


mbl.is Ákvörðun um snjóframleiðslu enn á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur slær við þjálfurum í alpagreinm

Eins og allir vita þá eru skíðaþjálfarar nánast í guðatölu í austurríki enda skíðaíþróttin þjóðaríþrótt Austurríkis en eftir ömulegan árangur á Ólympíuleikum er nánast ekki minst á þá , búið er að skipta um nánast alla þjálfara hjá Austurríska skíðasambandinu. Til hamingju Dagur.

 


mbl.is Dagur þjálfari ársins í Austurríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gætu Botnssúlur bjargað skíðamönnum

Það eru nokkrir vankantar að fara í Botnsúlur.  Vegalengd frá Rvík er orðin þannig að ekki færu margir á skíði eftir vinnu . það er mjög vindasamt þarna frá Nóv og fram í lok feb.  Kostnaður við að setja upp svæði yrði ofiða fyrir Rvík . Það besta í stöðunni er að klára þessa framkvæmd í Bláfjöllum og það  strax.

Þessi framkvæmd kosta ca 260 miljónir . Ykkur til upplýsingar þá var Kópavogur að leysa til sín 1 stk fótboltahús upp á 1,6 miljarða . það er verið klára 1 stk hús í Garðabæ upp á  miljarð og einnig í Mosfellsbæ upp á svipaða tölu .

þessi framkvæmd í Bláfjöllum mun nýtast öllum bæði þeim sem æfa og keppa á skíðum og einnig þeim sem fara á skíði sér til skemmtunar.

Guðmundur Jakobsson


mbl.is Gætu Botnssúlur bjargað skíðamönnum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Naumt tap????

ég sé engan mun á tapi og tapi . Okkar menn höfðu 85 mín á jafna en tókst ekki .

þetta þýðir það að Austurríkismenn voru betri .

 


mbl.is Naumt tap U21 árs í Austurríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný kominn frá Afríku

Var að koma heim frá Cape town eftir tveggja vikan ferð. Það er óhætt að segja að Afríka er fallegt land, land andsæðna og mikillar stjéttaskipptingar. Eftir viku í Cape town fórum við hjónin í heimsókn til vina okkar þeirra Villa og Guðmundar ( Bóa ) en þeir reka og eiga hótel í Greyton sem er 120 km frá Cape town. Hér er slóð inn á bloggið þeirra    http://afrikufararnir.blogspot.com/


Slysum fjölgar´. Góður öryggisbúnaður borgar sig.

 

Það er rétt sem kemur fram í á mbl .is í dag  að slysum fjölgar  í skíðabrekkum .  Ég hef ekki séð tölur héðan frá Íslandi . Þetta er eitthvað sem hreyfingin þar að skoða , einnig verða skíðasvæðin að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að minka líkur á slysum . Hluti að því er að brekkur séu vel troðnar og nógu breiðar þannig að hin almenni skíðamaður  hafi pláss til að athafna sig á þeim hraða sem hann er á .

Einnig ætti að skoða að skylda hjálma hjá almenningi en þeir krakkar sem æfa skíðaíþróttina fá ekki að æfa nema með hjálma einnig eru þeir  sem æfa ávallt með bakhlífar . Þennan öryggisbúnað sér maður meira og meira , þeir sem eru á brettum er nánast allir með hjálma og bakhlífar .

Annar stórþáttur sem eykur öryggi er aukin lýsing í brekkum skíðasvæðanna þar mættu skiðasvæðin taka sig verulega á .

Það þarf einnig að kynna almenningi þær reglur sem gilda í skíðabrekkunum en þar eru umferðareglur eins og annarstaðar. Sú einfaldasta er að sá sem er neðar í brekkunni á ávallt réttinn, sá sem ofar er skal haga hraða sínum þannig að ekki skapist hætta .

Hér eru nokkur boðorð sem skíðafólk skal hafa í huga þegar það er að njóta þess að renna sér í skíðabrekkum hér á landi og erlendis

http://www.ski.is/gogn/10%20FIS%20RULES%20FOR%20CONDUCT%20-%20ISL%20END23.pdf

Heimasíða skíðasambands íslands www.ski.is

 

Guðmundur Jakobsson formaður alpagreinanefndar Skíðasambands Íslands


mbl.is Skíðaslysum fjölgar í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Um bloggið

Vetrarbolgg

Höfundur

Guðmundur Jakobsson
Guðmundur Jakobsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...dsc_0408
  • ...ad_reykja_1
  • ...2471242-md
  • arnar
  • are1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband